Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Viðurkenning fyrir stafræn skref á árinu

25. september 2023

Samgöngustofa var meðal fjögurra stofnana sem hlutu viðurkenningu fyrir þau stafrænu skref sem tekin voru á árinu.

Stafræn skref 2023 - vinningshafar

Samgöngustofa var meðal fjögurra stofnana sem hlutu viðurkenningu fyrir stafræn skref sem tekin voru á árinu. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnunni Tengjum ríkið sem haldin var á föstudaginn. Stafrænu skrefinu eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila og er ætlað að ýta undir nýtingu fjárfestingar og markmið ráðuneytisins með því að veita þeim opinberu aðilum viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

Hvataverðlaunin Stafræn skref voru veitt í fyrsta skipti árið 2022 en skrefin eru níu talsins.

Á vef Stafræns Íslands geta stofnanir flett upp og fylgst með þeim Stafrænu skrefum sem þær hafa tekið með Stafrænu Íslandi. Taka skal fram að ekki eiga öll skref við allar stofnanir og að skrefin munu þróast eftir því sem fram líða stundir.

Skoða Stafræn skef opinberra aðila.

Sjá nánar frétt Stafræns Íslands um viðurkenningarnar