Tillögur að breytingum á lögum um leigubifreiðaakstur kynntar í samráðsgátt
27. febrúar 2025
Samgöngustofa vekur athygli á að drög að frumvarpi um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.


Tilgangurinn með frumvarpsdrögunum er að koma til móts við markmiðsákvæði gildandi laga um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.
Hér má sjá frétt innviðaráðuneytisins um helstu breytingar sem drögin gera ráð fyrir.