Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Tækifæri fyrir tæknilega úttektarmenn

15. ágúst 2024

Hugverkastofan hefur auglýst eftir tæknilegum úttektarmönnum fyrir faggildingu skoðunarstofa.

Samgöngustofa umferð

Skoðanir ökutækja fara fram hjá faggiltum skoðunarstofum á Íslandi. Hugverkastofan hefur með höndum allar tegundir faggildinga, m.a. á skoðunarstofum ökutækja.

Hugverkastofan gerir úttektir á skoðunarstofum og leggur mat á störf þeirra, m.a. á því hvernig skoðunarmenn bera sig að við skoðun ökutækja. Í þessum úttektum fara tæknilegir úttektarmenn með stórt hlutverk. Nú hefur Hugverkastofan auglýst eftir úttektarmanni. Sá sem verður ráðinn mun fá þjálfun til að öðlast færni í úttektum og felst þjálfunin bæði í námskeiðum og handleiðslu.

Samgöngustofa hvetur þau sem hafa hæfni og áhuga á að starfa sem úttektarmenn til að sækja um, ekki síst þau sem starfað hafa áður sem skoðunarmenn.

Hér má sjá auglýsingu Hugverkastofunnar um tæknilega úttektarmenn.