Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Skoðun á björgunar- og öryggisbúnaði

21. maí 2024

Björgunar- og öryggisbúnaður skipa skal alltaf skoðaður þegar gildistími hans rennur út.

Samgöngustofa bryggja

Samgöngustofa áréttar að björgunar og öryggisbúnaður skipa (s.s. gúmmíbjörgunarbátar, losunarbúnaður - þrýstimembrur, flugeldar o.s.frv.), skal alltaf skoðaður, prófaður eða endurnýjaður þegar gildistími búnaðarins rennur út. Dæmi um þetta er, að gúmmíbjörgunarbátar skulu skoðaðir á 12 mánaða fresti af viðurkenndum þjónustuaðila. Þessar skoðanir eru óháðar öðrum skoðunum skipsins.

Mikilvægt er að útgerðir séu upplýstar um þetta. Þrátt fyrir breytt fyrirkomulag á framkvæmd skoðana á skipum (s.s. búnaðarskoðun, vél- og rafmagnsskoðun, botnskoðun, bolskoðun ofan sjólínu) þá hafa engar breytingar orðið varðandi hvenær björgunar og öryggisbúnaður skal prófaður, skoðaður eða endurnýjaður.