Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Forvarnadagar ungra ökumanna

4. október 2024

Samgöngustofa hefur tekið þátt í nokkrum forvarnardögum ungra ökumanna þetta árið.

forvarnadagur

Þetta árið hefur Samgöngustofa tekið þátt í forvarnadögum fyrir unga ökumenn á nokkrum stöðum um landið. Þátttaka Samgöngustofa var í formi umferðaröryggis fræðslu ásamt aðstoð við skipulagningu þar sem þess var þörf.

Forvarnadagarnir byrja á umferðarfræðslu frá ólíkum aðilum og lýkur þannig að slys er sviðsett þar sem nemendur fá að fylgjast með viðbragðsaðilum bregðast við slysi.

Það er fagnaðarefni að fleiri framhaldsskólar séu farnir að leggja mikinn metnað í umferðarfræðslu fyrir unga fólkið. Það er svo mikilvægt að ná til þeirra á þeim aldri þar sem mörg þeirra eru að taka bílprófið. Með degi sem þessum vonumst við til að auka skilning unga fólksins á mikilvægi þess að taka skynsamar ákvarðanir í umferðinni.

Svona flottir dagar verða ekki til án virkilega góðrar samvinnu margra ólíkra aðila. Hverjir standa að deginum er ólíkt á hverjum stað fyrir sig en viðbragðsaðilar og skólinn leika þar aðalhlutverk. Við þökkum öllum þeim sem komu að forvarnadögunum í Akranesi, Borgarnesi, Reykjanesbæ og á Grundarfirði fyrir frábært samstarf.