Flugreglur við eldgos
4. september 2024
Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa árétta reglur sem gilda um flug dróna og annarra loftfara við eldgosið á Reykjanesi. Mikilvægt er að allir virði þær reglur sem settar eru sérstaklega vegna umbrota á Reykjanesi, sem og þær almennu reglur sem gilda um flug dróna jafnt sem mannaðra loftfara.
Drónaflug
Þann 29. ágúst 2024 voru birtar upplýsingar um nýtt drónabannsvæði sem gildir ofan 60 metra hæðar og nær yfir Grindavík og eldgosasvæðið. Upplýsingarnar má nálgast hér.
Utan sértækra bannsvæða eins nefnt er að ofan gilda almennar reglur um drónaflug sem finna má hér.
Reglurnar eru settar til að tryggja öryggi, t.d. aðgreiningu dróna og annarra loftfara:
Drónar skulu EKKI fljúga hærra en 120 m yfir jörðu
Drónar skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum
Dróna má almennt ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans
Umráðandi dróna ber ábyrgð á því tjóni sem kann að hljótast af notkun hans
Til dróna í atvinnuskyni eru gerðar frekari kröfur, til dæmis um skráningu
Verði vart við brot sem geta stefnt öryggi í hættu gæti þurft að grípa til þess að setja verulegar takmarkanir eða bann við drónaflugi við virka eldstöð.
Mönnuð loftför
Sett hefur verið upp skipulag flugs vegna Reykjaneselda í AIP SUP 11/2024. Haftasvæði BIR4 hefur verið birt með NOTAM og eru kröfur um virkan ratsjársvara og skilgreind er tíðni fyrir svæðið 131.800.
Notendur skulu virða hæðarmörk BIR4 sem er á milli 2.500 feta og 1.500 feta. Ofan svæðisins er flugumferð í aðflugssvæði fyrir Keflavíkurflugvöll og búast má við umferð þungra dróna neðan 1.500 feta.
Flugmenn þurfa að vera viðbúnir óvæntum hæðarbreytingum vegna ókyrrðar sem myndast yfir heitu hrauninu.
Þá er ítrekuð sú hætta sem loftförum stafar frá öskumengun, gjósku og brennisteinsdíoxíði (SO2). Borið hefur á svokölluðu nornahári á Suðurnesjum og er það skýrt merki um gjósku sem getur valdið skemmdum á loftförum.
Flugmönnum er bent á upplýsingabréf um starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými AIC A 07/2024 og AIC B 002/2020 um einkaflug í öskumenguðu loftrými.
Rannsóknarflug í forgangi
Við eldgos má búast við reglubundnu rannsóknarflugi flugvéla og þyrlna á vegum stjórnvalda við eldstöðina. Slíkt flug er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs fram yfir annað flug. Til að tryggja öryggi verður svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir starfrækslu flugvéla og þyrlna. Samhliða þessu verður skilgreint bannsvæði fyrir dróna jafnt sem mönnuð loftför á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni.
Stjórnendur dróna skulu fylgjast með nýjustu tilkynningum um slíkt bannsvæði á
vef Almannavarna. Upplýsingar verða reglulega uppfærðar þar.
Stjórnendur mannaðra loftfara skulu fylgjast með tilkynningum um bannsvæði sem
Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.