Ekki taka skjáhættuna
21. maí 2024
Samgöngustofa og Sjóvá standa að baki herferðinni “Ekki taka skjáhættuna.”
Samgöngustofa og Sjóvá eru farin af stað með nýja herferð sem ber heitið “Ekki taka skjáhættuna.” Hún minnir okkur á hvað það er fáránlegt að leyfa símanum að stela athyglinni frá akstrinum og stofna þannig öryggi okkar og annarra í hættu.
Á heimasíðu herferðarinnar má finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að stilla snjallsíma á akstursstillingu. Það er ein leið til að hjálpa okkur að standast freistinguna að fara í símann undir stýri. Þegar síminn er stilltur á akstursstillingu þá kveikist sjálfkrafa á stillingunni þegar við erum að keyra og við fáum engar tilkynningar í síman. Þetta er ein leið til að hjálpa okkur að standast freistinguna.
Hér er hlekkur á heimasíðu herferðarinnar. Þar má finna frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni ásamt leiðbeiningum sem sýna hvernig hægt er að stilla símann þinn á akstursstillingu.