Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Drónabann við Grindavík framlengt

30. nóvember 2023

Vegna jarðhræringa í nálægð Grindavíkur hefur áður útgefið flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember. Fjölmiðlum verða veittar undanþágur með skilyrðum.

Drónabann við Grindavík

Að beiðni samhæfingarstöðvar Almannavarna, fyrir hönd Lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur áður auglýst flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember nk. Lokunin nær til sama svæðis og verið hefur, sem markast af eftirfarandi hnitum:

635621N0222218W

635440N0221323W

634641N0222232W

634902N0223533W

Gegn skráningu og tilkynningaskyldu fá fjölmiðlar undanþágu til drónaflugs undir 60 m yfir sjávarmáli. Þó verður ekki heimilt að fljúga drónum á svæðinu milli kl. 18:00 og 07:00. Sótt er um undanþágu á netfangið info@sst.is eða í síma 831-1644 á dagvinnutíma.