Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
25. maí 2007
Vorfundur evrópskra persónuverndarstofnana var haldinn á Kýpur dagana 10. og 11. maí sl. Hann var sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur forstjóra sem hélt erindi um sjúkraskrár og internetið.
20. apríl 2007
Þar sem senn líður að kosningum minnir Persónuvernd á álit sitt í máli nr. 2002/252 sem fjallaði um meðferð kjörskráa.
28. janúar 2007
Evrópskur persónuverndardagur er haldinn í fyrsta skipti í dag að frumkvæði Evrópuráðsins. 28. janúar varð fyrir valinu þar sem <a href="http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/EvrSamningar/nr/554" target="_blank">Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga</a> var gerður þennan dag árið 1981.
21. desember 2006
Í morgun var kveðinn upp dómur í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar sl. í máli nr. 2005/479.
19. desember 2006
Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2005 er komin út.
18. desember 2006
Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. nóvember sl. var ákveðið að breyta 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.
13. desember 2006
Síðustu daga hefur borið á því að tölvupóstur sendur Persónuvernd hafi ekki komist til skila. Svo virðist sem stillingar hjá þjónustuaðila stofnunarinnar hafi valdið því, en búið er að ráða bót á vandanum.
24. nóvember 2006
Borið hefur á því að fyrirtæki hafi haft samband við Persónuvernd vegna vinnslu fyrirtækisins Lánstrausts hf. á svokölluðu LT-skori sem metur líkur á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja.