Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um öruggar hafnir dæmd ógild
af Evrópudómstólnum
Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um öruggar hafnir sé ógild. Á grundvelli ákvörðunarinnar hefur fyrirtækjum í Evrópu verið talið heimilt að flytja persónuupplýsingar til fyrirtækja í Bandaríkjunum sem teljast s.k. öruggar hafnir.