Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Vöktun með vinnuskilum starfsmanns á veitingastaðnum Subway

20. mars 2024

Merki - Persónuvernd

Persónuvernd lagði stjórnvaldssekt, að upphæð 1.500.000 króna á Stjörnuna ehf., rekstraraðila Subway á Íslandi, vegna rafrænnar vöktunar. Starfsmaður Subway kvartaði yfir vöktun fyrirtækisins með vinnuskilum hans en einnig yfir því að hann hefði ekki verið fræddur um vöktunina og réttindi sín vegna hennar. Gögn sem fylgdu kvörtun sýndu að verslunarstjóri staðarins hefði í tilgreint sinn tekið fjölda skjáskota af kvartanda úr eftirlitsmyndavélum staðarins og skráð á þau hvað kvartandi aðhafðist á hverjum tíma. Niðurstaða Persónuverndar var sú að rafræn vöktun Stjörnunnar ehf. hefði ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi með vöktuninni og að um vöktun með vinnuskilum hefði verið að ræða. Þá var það jafnframt niðurstaða Persónuverndar að merkingar og fræðsla Stjörnunnar ehf. samrýmdust ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Viss atriði voru metin Stjörnunni ehf. til málsbóta en í ljósi misvísandi svara fyrirtækisins um þá þætti sem Persónuvernd óskaði sérstaklega upplýsinga um og þeirrar huglægu afstöðu ábyrgðaraðaðilans þegar brot átti sér stað var komist að þeirri niðurstöðu um sektarálagningu sem fyrr greinir.

Ákvörðun Persónuverndar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820