Upptaka af málþingi Persónuverndar — aðgengileg til loka febrúar nk.
31. janúar 2025
Þann 28. janúar hélt Persónuvernd málþingið „Gagnamenning og öryggi persónuupplýsinga í nútímasamfélagi“.


Þann 28. janúar hélt Persónuvernd málþingið „Gagnamenning og öryggi persónuupplýsinga í nútímasamfélagi“. Málþingið var haldið í tilefni alþjóðlega persónuverndardagsins og var mjög vel sótt en alls skráðu 197 manns sig á þingið, sem staðfestir mikinn áhuga á málefninu og mikilvægi þess. Á málþinginu var rætt um ýmis álitamál er varða netöryggi, öryggi persónuupplýsinga og nýjar áskoranir í ljósi örrar þróunar tækninnar og breytinga í skipan heimsmála.
Málþingið var haldið í samvinnu við erlendan og íslenska sérfræðinga sem deildu þekkingu sinni og skoðunum með þátttakendum.
Það var góð stemning á viðburðinum og mikill áhugi á umræðuefnunum. Þau sem misstu af málþinginu geta nálgast upptöku af því á vef Persónuverndar. Upptakan verður aðgengileg í 30 daga, eða til loka febrúar næstkomandi.
Viðburðurinn var einnig áminning um mikilvægi þess að standa vörð um persónuvernd og hvetja til áframhaldandi umræðu og fræðslu á því sviði.
Upptökunni er skipt í tvo hluta fyrir og eftir hlé samkvæmt dagskrá málþingsins.
Upptaka af málþingi Persónuverndar 2025 - fyrri hluti.
Upptaka af málþingi Persónuverndar 2025 - seinni hluti.