Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Streymi viðburða – nokkur hagnýt ráð

21. maí 2021

Merki - Persónuvernd

Skólaslit, fermingar, tónleikar tónlistarskóla, íþróttaviðburðir og fleira er á döfinni á næstunni. Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu hafa sífellt fleiri gripið til þess að streyma beint frá viðburðum til að bregðast við fjöldatakmörkunum.

Í mörgum tilfellum er hægt að bera kennsl á þá einstaklinga sem sjást í streyminu og þá fellur streymið undir reglur um persónuvernd.

Í þessum tilfellum er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

• Streymdu aðeins því sem nauðsynlegt er.• Upplýstu alla þá sem koma að viðburðinum um að honum sé streymt.• Settu upp skýr skilti/merkingar þar sem fram kemur að viðburðinum verði streymt og hvert myndavélunum sé beint.• Tilgreindu svæði þar sem engin myndataka fer fram.• Ef tilgangurinn með streyminu er eingöngu til að sýna viðburðinn, skaltu ekki taka hann upp og geyma.• Athugaðu að börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlögunum.• Vertu meðvitaður um hvort unnið er með sérstakar persónuupplýsingar sem gætu flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar, t.d. heilsufarsupplýsingar eða upplýsingar um trúarbrögð og lífsskoðanir.• Gangið úr skugga um að tæknilausnirnar sem notast er við séu nægilega öruggar.• Hafið í huga að viðstaddir geta mótmælt því að birtast í streyminu. Gott er að útbúa fyrirfram leiðbeiningar um hvernig skrá skuli andmælin og bregðast við þeim.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820