Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Nýr varaformaður kosinn á fundi Evrópska persónuverndarráðsins

27. júní 2024

Merki - Persónuvernd

Varaformannsskipti urðu á nýliðnum fundi Evrópska persónuverndarráðsins þegar Aleid Wolfsen, forstjóri hollensku persónuverndarstofnunarinnar, lauk fimm ára setu í ráðinu og Zdravko Vukić, forstjóri króatísku persónuverndarstofnunarinnar, var kosinn varaformaður í hans stað.

Vukić mun ásamt öðrum varaformanni ráðsins, Irene Loizidou Nikolaidou, vinna náið á komandi árum með Anu Talus, formanni EDPB, að því að tryggja samræmda beitingu persónuverndarreglugerðarinnar og stuðla að skilvirkri samvinnu meðal persónuverndarstofnana á evrópska efnahagssvæðinu.

Fréttatilkynning EDPB

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820