Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Í tilefni af alþjóðlegum netöryggismánuði - Hollráð vegna gagnagíslatöku

24. október 2023

Persónuvernd berast reglulega tilkynningar um öryggisbresti vegna gagnagíslatöku og hefur þess háttar tilkynningum fjölgað síðastliðið ár. Gagnagíslataka er árás þar sem óviðkomandi kemst yfir aðgang að tölvukerfi, dulkóðar skrár og krefst lausnargjalds fyrir að afhenda þær aftur.

Merki - Persónuvernd

Hér er gátlisti með hollráðum sem getur borgað sig að fylgja til að komast hjá gagnagíslatöku og til að bregðast rétt við, ef þú verður fyrir árás.

  • Verndaðu kerfin þín og tölvunet með eldvegg.

  • Uppfærðu kerfi og forrit.

  • Skýrðu út fyrir starfsfólki hverjar árásarleiðirnar eru (gætið varúðar við hlekki og viðhengi í tölvupósti).

  • Settu upp síu á tölvupóst.

  • Íhugaðu hvort sé þörf á vöktun tölvunets.

  • Sjáðu til þess að nethögun sé skjalfest.

  • Sjáðu til þess að taka afrit - líka af kerfisuppsetningu, nauðsynlegum kerfisskrám o.s.frv.

  • Sjáðu til þess að afrit séu varðveitt í öðru umhverfi en á þínu tölvuneti.

  • Yfirfarðu afrit reglulega.

  • Prófaðu reglulega hvort þú getir endurheimt afrit svo að full virkni kerfis komist á.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820