Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir aðra skýrslu um beitingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar

29. júlí 2024

Merki - Persónuvernd

Þann 25. júlí sl. birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aðra skýrslu um beitingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) sem beðið hefur verið eftir. Í skýrslunni eru jákvæð áhrif reglugerðarinnar staðfest og þörf á endurskoðun löggjafarinnar ekki nefnd. Í skýrslunni kemur auk þess fram að reglugerðin hafi, allt frá gildistöku hennar, valdeflt einstaklinga með því að veita þeim stjórn á eigin gögnum, jafnað samkeppnisaðstöðu fyrirtækja og stutt við stafræn umskipti ESB.

Þrátt fyrir hið jákvæða mat er í skýrslunni tilgreind nokkur atriði til úrbóta sem leggja eigi áherslu á í framhaldinu. Helstu atriðin eru:

- Þróa skilvirkt samstarfskerfi

- Innleiða og bæta við lagarammann

- Auka stuðning við haghafa, einkum lítil og meðalstór fyrirtæki

- Þróa áfram verkfærakistuna fyrir gagnaflutninga og alþjóðlegt samstarf

Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820