Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

EDPS veitir Frontex áminningu fyrir brot á persónuverndarreglum

8. janúar 2025

Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS) hefur áminnt Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins, fyrir brot á reglugerð (ESB) 2019/1896.

Merki - Persónuvernd

Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS) hefur áminnt Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins, fyrir brot á reglugerð (ESB) 2019/1896. Brotið fólst í því að Frontex deildi persónuupplýsingum grunaðra einstaklinga í fjölþjóðlegum glæpamálum með Europol án þess að meta hvort miðlunin væri nauðsynleg líkt og reglugerðin krefst.

Úttekt EDPS á aðgerðum Frontex fór fram í október 2022, þar sem sérstaklega var skoðað hvernig Frontex safnaði upplýsingum í yfirheyrslum á ytri landamærum ESB. Niðurstöður sýndu að Frontex deildi kerfisbundið slíkum upplýsingum um einstaklinga með Europol án nægilegs mats á nauðsyn slíkra miðlana. Slík miðlun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, sem ranglega gætu verið tengdir glæpastarfsemi í Evrópu.

Þrátt fyrir alvarleika málsins ákvað EDPS að láta áminningu nægja, þar sem Frontex stöðvaði miðlun persónuupplýsinga til Europol skömmu eftir úttektina. Frontex hefur nú tekið upp nýjar verklagsreglur og metur allar upplýsingar sérstaklega sem og nauðsyn miðlunar þeirra áður en þeim er deilt með Europol.

Fréttatilkynning EDPS (á ensku).

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820