Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

EDPB: Evrópska persónuverndarráðið gefur út álit á notkun flugfélaga og rekstraraðila flugvalla á andlitsauðkenningartækni

28. maí 2024

Merki - Persónuvernd

Á síðasta fundi Evrópska persónuverndarráðsins samþykkti ráðið álit sitt á notkun flugfélaga og rekstraraðila flugvalla á andlitsauðkenningartækni. Notkun tækninnar er ætlað að stuðla að betra flæði flugfarþega um flugvelli. Franska persónuverndarstofnunin óskaði eftir álitinu sem hefur áhrif á fjölda ríkja innan ESB.

Formaður Evrópska persónuverndarráðsins, Anu Talus, sagði m.a. að lífkennaupplýsingar einstaklinga, líkt og þær sem andlitsauðkenningartækni notar, eru sérlega viðkvæmar persónuupplýsingar og að vinnsla þeirra geti skapað mikla hættu fyrir einstaklinginn. Andlitsauðkenning geti bæði verið villandi, hlutdræg og valdið mismunun auk þess sem að misnotkun á lífkennaupplýsingum geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, svo sem auðkennissvik eða auðkennaeftirlíkingu. Formaðurinn hvatti flugfélög og rekstraraðila flugvalla til þess að notast við lausnir, þegar þess væri kostur, sem hafa í för með sér minna inngrip í líf einstaklinga við að auka flæði farþega um flugvelli. Það væri afstaða EDPB að einstaklingurinn ætti að hafa fullkomna stjórn á eign lífkennaupplýsingum.

Álit Evrópska persónuverndarráðsins.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820