Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn 2025

28. janúar 2025

Í dag 28. janúar er alþjóðlegi persónuverndardagurinn og af því tilefni heldur Persónuvernd málþing í Kaldalóni í Hörpu klukkan 13-16.

Merki - Persónuvernd

Í dag 28. janúar er alþjóðlegi persónuverndardagurinn og af því tilefni heldur Persónuvernd málþing í Kaldalóni í Hörpu klukkan 13-16. Yfirskrift málþingsins er ,,Gagnamenning og öryggi persónuupplýsinga í nútímasamfélagi” og hefur stofnunin fengið erlendan og íslenska sérfræðinga á sviði persónuverndar og netöryggis til að ræða um málefnið frá mismunandi sjónarhornum.

Frekari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Persónuverndar.

Þá hefur Evrópska persónuverndarráðið (EDPB), í tilefni dagsins, útbúið stutt myndband sem leggur áherslu á mikilvægi vitundar almennings um persónuvernd.

Myndbandið útskýrir hvernig persónuupplýsingar eru hluti af daglegu lífi okkar og hversu mikilvægt er að við skiljum réttindi okkar og ábyrgð í stafrænum heimi.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820