Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2025
11. febrúar 2025
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 11. febrúar.


Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn hátíðlegur í tuttugastaogannað skiptið í dag, 11. febrúar. Þemað í ár er „Saman í þágu betra internets“ og munu þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem lögð er áhersla á að gera internetið að öruggari og betri stað fyrir alla, þá sérstaklega börn og ungt fólk.
Nánari upplýsingar um netöryggisdaginn er að finna á heimasíðu SAFT og saferinternetday.org.