Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar um vinnslu persónuupplýsinga í Seesaw-nemendakerfinu af hálfu Reykjavíkurborgar staðfest að hluta í Hæstarétti

9. desember 2024

Merki - Persónuvernd

Í dag var kveðinn upp dómur Hæstaréttar í máli nr. 18/2024. Málið laut að gildi tveggja ákvarðana Persónuverndar varðandi vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Reykjavíkurborgar í Seesaw-nemendakerfinu, annars vegar ákvörðun 16. desember 2021 um lögmæti vinnslunnar og í kjölfar hennar ákvörðun 3. maí 2022 um álagningu stjórnvaldssektar.

Í dómi sínum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki væru næg efni til að ógilda ákvörðun stofnunarinnar frá 16. desember 2021 í heild. Staðfesti rétturinn því niðurstöðu stofnunarinnar um ýmis brot gegn persónuverndarlöggjöfinni af hálfu Reykjavíkurborgar. Hins vegar var hluti ákvörðunarinnar felldur úr gildi auk þess sem rétturinn taldi ekki tilefni til að gera Reykjavíkurborg sekt vegna þeirra brota sem staðfest voru með dómnum.

Persónuvernd vinnur að því að greina forsendur dómsins en fagnar fordæmisgildi hans að því er varðar túlkun og beitingu persónuverndarlöggjafarinnar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820