Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Persónuvernd tekur til starfa

29. desember 2000

Um áramótin tekur til starfa ný stofnun Persónuvernd.

Merki - Persónuvernd

Um áramótin tekur til starfa ný stofnun Persónuvernd. Samhliða verður starfsemi tölvunefndar lögð niður en hinni nýju stofnun eru meðal annars falin þau verkefni sem tölvunefnd hefur sinnt fram til þess. Persónuvernd starfar samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Meðal helstu nýmæla þeirra laga má nefna að frá áramótum ber öllum sem skrá og vinna með persónuupplýsingar að tilkynna Persónuvernd um vinnsluna. Það má gera beint af heimasíðu Persónuverndar á slóðinni www.personuvernd.is. Á síðunni er m.a. að finna drög að reglum um undanþágur frá tilkynningarskyldu, drög að reglum um hvernig afla skuli upplýsts samþykkis og drög að reglum um trúnað, öryggi og innra eftirlit við vinnslu persónuupplýsinga. Tekið er á móti athugasemdum við drögin á netfanginu postur[hjá]personuvernd.is. Að auki er að finna á heimasíðunni ýmsar aðrar upplýsingar um Persónuvernd og hina nýju löggjöf.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820