Þessi frétt er meira en árs gömul
Nýjar reglur um tilkynningar- og leyfisskyldu
12. ágúst 2004
Hinn 12. ágúst 2004 samþykkti stjórn Persónuverndar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og eru nr. 698/2004.


Hinn 12. ágúst 2004 samþykkti stjórn Persónuverndar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og eru nr. 698/2004. Meðal helstu nýmæla frá eldri reglum (nr. 90/2001) er að dregið er úr skyldu til að tilkynna notkun eftirlitsmyndavéla. Nú þarf ekki að tilkynna um notkun þeirra ef um er að ræða "rafræna vöktun, sem eingöngu fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni, enda hafi skilyrðum laga um fræðslu og viðvaranir verið fullnægt sem og gildandi sérreglum um framkvæmd slíkrar vöktunar". Reglurnar eru birtar hér.