Þessi frétt er meira en árs gömul
Hversu meðvitaður ert þú um þinn rétt?
19. október 2004


Meðal hlutverka Persónuverndar lögum samkvæmt er að fylgjast með almennri þróun á sviði persónuupplýsingaverndar, meta hvar einkalífsrétti fólks sé ógnað og að fræða fólk um rétt sinn samkvæmt lögunum. Liður í því að uppfylla þessa lagaskyldu var gerð könnunar á því hversu vel fólk þekkir til starfsemi Persónuverndar og hversu vel það telji sig þekkja rétt sinn samkvæmt lögunum. Nokkrar glærur sem sýna niðurstöður könnunarinnar er að finna hér . Síðan mun Persónuvernd meta hvernig hún geti á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar rækt framangreint hlutverk sitt sem best.