Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Úrskurður Hæstaréttar: Internetþjónustu óskylt að afhenda upplýsingar um notanda IP-tölu

25. apríl 2005

Í málinu krafðist lögregla þess að starfsmönnum internetþjónustufyrirtækis yrði gert skylt með úrskurði að veita upplýsingar um hvaða skráði notandi þjónustu hans hafi verið notandi tiltekinnar IP tölu á nánar tilgreindum tíma.

Merki - Persónuvernd

Í málinu krafðist lögregla þess að starfsmönnum internetþjónustufyrirtækis yrði gert skylt með úrskurði að veita upplýsingar um hvaða skráði notandi þjónustu hans hafi verið notandi tiltekinnar IP tölu á nánar tilgreindum tíma. Þessu hafnaði héraðsdómur á þeirri forsendu að brotin sem verið var að rannsaka næðu ekki refsilágmarki samkvæmt b-lið 2. mgr. 87. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, og var ekki talið að uppfyllt væru skilyrði ákvæðisins um ríka almanna- eða einkahagsmuni, m.a. með hliðsjón af því að heimildum til að beita rannsóknarúrræðum samkvæmt 86. og 87. gr. laga nr. 19/1991 eru settar þröngar skorður vegna tillits til friðhelgi einkalífs manna. Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms. Úrskurðinn má finna hér

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820