Þessi frétt er meira en árs gömul
Persónuvernd lokar á hádegi 19. júní 2015 vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna
9. júní 2015

Að tillögu framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 2015 samþykkti ríkisstjórnin að hvetja vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að gefa starfsmönnum frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum sem þá eru áformuð.
Með vísan til samþykktar ríkisstjórnarinnar verður skrifstofa Persónuverndar því lokuð frá kl. 12.00 föstudaginn 19. júní næstkomandi.