Þessi frétt er meira en árs gömul
Málafjöldi á árinu 2014
3. febrúar 2015
Árið 2014 var ekki frábrugðið fyrri árum að því er varðar innsend erindi en málafjöldi stofnunarinnar hefur stöðugt aukist síðustu ár. Aukning nýskráðra mála á árinu 2014 var 8,5% frá fyrra ári. Ný skráð mál á árinu 2014 voru samtals 1.778 en á árinu voru einnig til afgreiðslu 230 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 2.008 mál. Þar af höfðu 1.801 mál verið afgreidd við árslok.
Árið 2014 var ekki frábrugðið fyrri árum að því er varðar innsend erindi en málafjöldi stofnunarinnar hefur stöðugt aukist síðustu ár. Aukning nýskráðra mála á árinu 2014 var 8,5% frá fyrra ári. Ný skráð mál á árinu 2014 voru samtals 1.778 en á árinu voru einnig til afgreiðslu 230 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 2.008 mál. Þar af höfðu 1.801 mál verið afgreidd við árslok.
Á árinu 2014 bárust Persónuvernd 613 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Eru þær allar birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Eftirfarandi tafla sýnir tegundir nýskráðra mála 2014 og fjölda þeirra:
Tegundir
Fjöldi
Erlent samstarf
92
Frumkvæðismál
15
Fyrirspurnir/umsagnir/álit
573
Innri mál
30
Kvartanir/kærur/úrskurðir
87
Kynningar/námskeið/fyrirlestrar
30
Leyfisumsóknir
121
Mál vegna tilkynninga
613
Smíði stjórnvaldsreglna
56
Úttektarmál
2
Veitt leyfi
139
Annað
20
Samtals
1778