Þessi frétt er meira en árs gömul
Starfsmenn Persónuverndar hljóta vottun sem stjórnendur úttekta á upplýsingaöryggiskerfum
18. desember 2014

Eitt af hlutverkum Persónuverndar er að gera úttektir á öryggi persónuupplýsinga hjá þeim sem vinna með slíkar upplýsingar. Til þess að vera betur í stakk búin til að sinna þessu hlutverki sóttu fjórir starfsmenn á vegum stofnunarinnar námskeið til að fá vottun sem stjórnendur úttekta á upplýsingaöryggiskerfum sem byggð eru upp samkvæmt ÍST/ISO 27001:2013. Vottunin, sem starfsmennirnir fengu, er viðurkennt af IRCA sem er alþjóðaskrá viðurkenndra úttektaraðila.