Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Þessi frétt er meira en árs gömul

Leiðbeiningar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera

6. febrúar 2014

Merki - Persónuvernd

Norrænn vinnuhópur um tölvuský hefur unnið að gerð leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera.

Hinn 19. desember 2013 var vinnuskjalið „Leiðbeiningar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera“ birt á vefsíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org. Frá árinu 2012 hefur Norrænn vinnuhópur um tölvuský, n.t.t. lagahópur hópsins, unnið að gerð þessara leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Lögfræðingur hjá Persónuvernd er fulltrúi Íslands í áðurnefndum lagahópi.

Markmið þessara leiðbeininga er að veita almenna yfirsýn yfir þau helstu lagalegu atriði sem huga þarf að í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þegar opinberir aðilar á Norðurlöndunum fyrirhuga að nýta sér þjónustu tölvuskýja. Er þar einkum fjallað um skyldur ábyrgðaraðila, þ.á m. gerð áhættumats og val á öryggisráðstöfunum, sem og gerð vinnslusamnings við tölvuskýjaveitanda.

„Leiðbeiningar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera“ má finna á eftirfarandi tengli: http://www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2013-933.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820