Komin er út endurskoðuð Handbók fyrir grunnskólamötuneyti sem tekur mið af ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur einnig út. Í handbókinni eru ráðleggingar um æskilegt fæðuframboð í hádegismat, morgun- og síðdegishressingu. Einnig eru hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk grunnskóla um hollustu og samsetningu fæðunnar, matseðlagerð, tíma sem þarf til að nærast, fæðuofnæmi og fæðuóþol, matvendni, hreinlæti, innkaup og matarsóun svo eitthvað sé nefnt.