Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
10. mars 2021
Embætti landlæknis verður lokað miðvikudaginn 24. mars til klukkan 13:00 vegna starfsdags. Erindi til embættisins sendist á netfangið mottaka@landlaeknir.is
Embætti landlæknis hefur birt greinargerð um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Ljóst er að áhrif heimsfaraldurs COVID-19 eru talsverð en möguleg langtímaáhrif eru enn óljós.
8. mars 2021
Um 7000 einstaklingar verða bólusettir í vikunni. 3300 einstaklingar verða bólusettir fyrri bólusetningu með bóluefni frá Pfizer. Haldið verður áfram að bólusetja í eldri aldurshópum og byrjað verður að bólusetja einstaklinga undir áttræðu.
Út er komin ársskýrsla sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og faraldsfræði ónæmra baktería á Íslandi á árinu 2019. Skýrslan hefði átt að koma út á árinu 2020 en útgáfa tafðist vegna COVID-19 faraldursins.
2. mars 2021
Í viku 9, 1. – 7. mars verða um 8900 einstaklingar bólusettir. Allt bóluefni sem fer í dreifingu næstu viku verður notað til að bólusetja fyrri bólusetningu.
Nýr Talnabrunnur fjallar um niðurstöður mælinga á andlegri heilsu, svefni, streitu, einmanaleika, hamingju og velsæld Íslendinga.
1. mars 2021
Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna fordæmalausra anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.
26. febrúar 2021
Farið er yfir þróun faraldursins frá útgáfu síðasta fréttabréfs og samanburð við nágrannalönd okkar.
24. febrúar 2021
Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.
Embætti landlæknis hefur birt skýrslu um hlutaúttekt sem gerð var á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ). Tilefni úttektarinnar var tilkynning LKÍ um alvarlegt atvik þar sem leghálssýni hafði verið ranglega greint eðlilegt og að LKÍ taldi í kjölfarið þörf fyrir að endurskoða fjölda valinna einskoðaðra leghálssýna frá árunum 2017-2019.