Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
25. júní 2018
Réttur til að kalla sig heyrnarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í nýrri reglugerð nr. 630/2018 sem sett var nýverið af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
22. júní 2018
Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður embætti landlæknis lokað frá klukkan 14:30 í dag.
21. júní 2018
Langanesbyggð varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 12. júní síðastliðinn þegar Alma D. Möller, landlæknir og Elías Pétursson, sveitarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis.
19. júní 2018
Fjallabyggð varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 11. júní sl. þegar Alma D. Möller, landlæknir og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis.
15. júní 2018
Á fundi mats- og hæfisnefndar um starfsnám lækna þann 19. desember sl. var ákveðið að viðurkenna með formlegum hætti sérnám í barna- og unglingageðlæknisfræði sem gæti farið fram á barna- og unglingageðdeild kvenna- og barnasviðs og tengdum deildum Landspítalans.
14. júní 2018
Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Við erum bjartsýn á að fá að njóta þeirra áður en langt líður.
8. júní 2018
Þann 6. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991. Breytingin er á þann veg að allir þegnar verða sjálfkrafa líffæragjafar við andlát hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf.
7. júní 2018
Kanadísk yfirvöld hafa nú staðfest að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum Icelandair þann 30.5.2018
6. júní 2018
Lýðheilsuvísar 2018, eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi voru kynntir á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn 6. júní. Lýðheilsuvísar, sem nú koma út í þriðja sinn, eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar.
Í fréttum í morgun var greint frá mislingasmiti um borð í flugvélum Icelandair þann 30.5.2018 frá Berlin til Keflavíkur og frá Keflavík til Toronto (FI529 og FI603).