Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Verðlaunaleikur Forvarnardagsins 2023 – nemendur í Hrafnagilsskóla og Borgarholtsskóla hlutu verðlaun

5. desember 2023

Sunnudaginn 3. desember fór fram athöfn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaun í tilefni af Forvarnardeginum 2023. Alma D. Möller landlæknir flutti ávarp, auk forseta, þar sem þau töluðu til verðlaunahafa.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Verðlaunaleikurinn

Nemendur þeirra skóla sem tóku þátt í Forvarnardeginum áttu þess kost að taka þátt í verðlaunaleik Forvarnardagsins og senda inn stafrænt efni. Umfjöllunarefnið átti að vera um þá þrjá verndandi þætti sem þau fengu fræðslu um og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessir þættir hafa verndandi áhrif á líf barna til að forðast áhættuhegðun. Þessir þættir eru:

  • Samvera með fjölskyldu

  • Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi

  • Að leyfa heilanum að þroskast

Dómnefnd skipuð samstarfsaðilum fór yfir innsend verkefni sem voru 21 talsins.

Verðlaunahafar fyrir grunnskólaverkefni eru úr Hrafnagilsskóla, Emelía Lind Brynjarsdóttir Lyngmo, Sunna Bríet Jónsdóttir og Katrín Eva Arnþórsdóttir.
Myndband: Tóbakslaust unglingalíf

Hrafnagilsskóli verðlaunahafar Forvarnardagsins 2023

Verðlaunahafar fyrir framhaldskólaverkefni eru úr Borgarholtsskóla, Daníel Orri Gunnarsson, Eybjörg Rós Tryggvadóttir, Snorri Steinn Svanhildarson og Sindri Þór Guðmundsson.
Veggspjald: Samvera með fjölskyldu

Borgarholtsskóli verðlaunahafar Forvarnardagsins 2023

Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins en auk embætti forseta eru samstarfsaðilar eftirtaldir: ÍSÍ, UMFÍ, Heimili og skóli, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Skátarnir og SAFF.

Nánari upplýsingar um Forvarnardaginn

Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Forvarnardags