Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar
28. maí 2024
Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn taka þátt. Því er mikilvægt að skipuleggjendur og framkvæmdaraðilar íþrótta- og æskulýðsstarfs séu meðvitaðir um sameiginlega ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi, og séu með skýra ferla ef ofbeldi á sér stað. Við minnum á að leita má ráða eða leiðsagnar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um samskipti.
Embætti landlæknis hefur, í samstarfi við fjölmarga samstarfsaðila, gefið út upplýsingabréf þar sem finna má gagnlegar upplýsingar og hlekki á fræðslu og leiðbeiningar. Til dæmis gátlista varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þegar grunur vaknar um brot gegn barni skal alltaf tilkynna til 112, og/eða barnaverndarþjónustu og lögreglu.
Nánari upplýsingar veita eftirfarandi samstarfsaðilar:
Kristín Skjaldardóttir, Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, olof.asta.farestveit@bofs.is
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,