Tökum höndum saman - grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu
7. apríl 2025
Vinnueftirlitið stendur nú fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Embætti landlæknis hefur ásamt fleri hagaðilum komið að vinnunni og birt hafa verið tvö ný fræðslumyndbönd og ýmislegt fræðsluefni fyrir bæði stjórnendur og starfsfólk.
Við höfum öll rétt á að búa við öryggi í vinnu og mikilvægt er að tekið sé á málum þegar þau koma upp.
Kynnið ykkur ný myndbönd og annað fræðsluefni um kynbundna áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu á vef Vinnueftirlitsins.