Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þátttaka í almennum bólusetningum barna á Íslandi 2023

25. júlí 2024

Árleg skýrsla sóttvarnalæknis um þátttökutölur í almennum bólusetningum barna á árinu 2023 er komin út. Uppgjörið er bæði á lands­vísu og eftir sóttvarnaumdæmum.

Mynd með frétt. Þátttaka í bólusetningum barna á Íslandi 2023.

Uppgjör á þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi byggir á upplýsingum um bólusetningar sem skráðar hafa verið rafrænt í þau kerfi sem tengd eru miðlægri bólusetningarskrá sótt­varnalæknis. Skýrslan sýnir stöðu bólusetninganna þegar skýrslan var unnin í júní 2024 en ekki strangt til tekið eftir því hvaða ár var bólusett eða hvar bólusetning var gerð (hérlendis eða erlendis). Nánar er fjallað um hvernig þátttaka er reiknuð í inngangi skýrslunnar.

Lyfjastofnun leggur einnig í annað sinn fram efni til skýrslunnar, vegna aukaverkana bóluefna sem notuð eru í almennum bólusetningum.

Sóttvarnalæknir