Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Starfsleyfaskrá er öllum opin

22. ágúst 2022

Eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis er að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólki. Hluti af þessu eftirliti er að veita starfsleyfi til löggiltra heilbrigðisstétta, því einungis þeim sem hafa gilt starfsleyfi landlæknis er heimilt að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður og veita heilbrigðisþjónustu.

Landlæknir logo

Eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis er að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólki. Hluti af þessu eftirliti er að veita starfsleyfi til löggiltra heilbrigðisstétta, því einungis þeim sem hafa gilt starfsleyfi landlæknis er heimilt að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður og veita heilbrigðisþjónustu.

Í starfsleyfaskrá embættis landlæknis er að finna alla heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi sem eru með gilt starfsleyfi. Starfsleyfaskráin er opin öllum og þar er því hægt að ganga úr skugga um að sá sem veitir heilbrigðisþjónustu hafi til þess tilskilið leyfi frá landlækni. Ef heilbrigðisstarfsmaður afsalar sé starfsleyfi, t.d. vegna veikinda, eða er sviptur því, er nafn hans tekið úr starfsleyfaskránni og kemur nafn viðkomandi því ekki upp við leit. Af og til berast fyrirspurnir varðandi einstök starfsleyfi og því vill embætti landlæknis vekja athygli á starfsleyfaskránni.

Nánar upplýsingar veitir 

Kjartan Hreinn Njálsson
aðstoðarmaður landlæknis
kjartanh@landlaeknir.is.