Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Sjálfsvígsforvarnir: Ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk

24. febrúar 2025

Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis hefur gefið út nýjar ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk sem fjalla um sjálfsvíg. Ráðleggingarnar byggja á handbók frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Handbókin var þýdd og staðfærð hjá Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna. Hún var unnin í víðtæku samstarfi við fjölmiðlafólk, helstu sérfræðinga landsins í sjálfsvígsforvörnum og í samvinnu við fólk með reynslu af missi í sjálfsvígi.

Mynd. Sjálfsvígsforvarnir ráðleggingar fyrir fjölmiðla. Póstkort

Handbókin er sett upp á aðgengilegan og hagnýtan máta, til dæmis eru aðalatriði tekin saman á eina opnu þar sem í stuttu máli er fjallað um það sem mælt er með og hvað forðast ætti þegar fjallað er um sjálfsvíg.

Í íslensku útgáfunni eru sérstakir íslenskir viðaukar, til dæmis tillögur að texta til að láta fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg, tillögur að orðalagi á íslensku, listi yfir stuðningsúrræði, ítarefni og fleira. Handbókin getur því nýst fjölmiðlafólki í störfum sínum en einnig er ráðgert að efnið sé kynnt í grunnnámi í blaðamennsku.

Í tilefni af útgáfu ráðlegginganna, snemma í febrúar, var fulltrúum fjölmiðla boðið til kynningarfundar í húsakynnum embættis landlæknis. Síðan þá hafa verið kynningar á efninu fyrir þá fjölmiðla sem þess hafa óskað. Bæði kynningar þar sem fulltrúi Lífsbrúar mætir á staðinn en einnig er hægt að fá rafræna kynningu sem hentar þá sérstaklega vel fyrir landsbyggðarfjölmiðla.

Ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk verða einungis gefnar út á rafrænu formi á vefsíðu embættis landlæknis og á vef Blaðamannafélags Íslands.

Fyrirspurnir um nýju ráðleggingarnar má senda á lifsbru@landlaeknir.is. Óskir um kynningu á ráðleggingum má senda á sama netfangi.

Frekari upplýsingar
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Lífsbrú - miðstöð sjálfsvígsforvarna