Sérfræðingur á sviði heilbrigðisupplýsinga
21. ágúst 2023
Embætti landlæknis leitar að öflugum sérfræðingi til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði.
Sviðið ber ábyrgð á greiningu gagna er varða heilsufar landsmanna, áhrifaþætti heilsu, fjármögnunarkerfi heilbrigðisþjónustu, dánarmein, fæðingar, lyfjanotkun og margvíslega starfsemi heilbrigðisþjónustu auk miðlunar tölulegra upplýsinga þar um. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu á gagnavinnslu og gagnagreiningu og þekkingu á starfsemi heilbrigðisþjónustu.
Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á Starfatorgi.
Nánari upplýsingar veita:
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri - shara@landlaeknir.is- 510 1900
Þórgunnur Hjaltadóttir, mannauðsstjóri - thorgunnur@landlaeknir.is - 510 1900