Rannsóknin Heilsa og líðan á Íslandi 2022 – dregið hefur verið í happdrætti
16. febrúar 2023
Dregið hefur verið í happdrætti rannsóknarinnar Heilsa og líðan á Íslandi
Undir lok síðasta árs tóku hátt í 8.000 einstaklingar þátt í rannsókn embættis landlæknis á heilsu og líðan. Var þetta í fimmta sinn sem þessi viðamikla rannsókn er framkvæmd og munu niðurstöður hennar nýtast til þess að auka þekkingu á heilsufari landsmanna og vinna að heilbrigðara samfélagi.
Þau sem svöruðu spurningalista rannsóknarinnar áttu kost á að vinna í happdrætti. Nöfn fimm einstaklinga sem skiluðu svörum hafa nú verið dregin út af handahófi og hefur þeim öllum verið tilkynnt um vinninginn.
Embætti landlæknis þakkar þeim sem lögðu rannsókninni lið kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum innilega til hamingju.