Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vikur 40-41 árið 2023

19. október 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra á haustmánuðum og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Töluvert er um öndunarfærasýkingar í samfélag­inu og niðurstöður frá öndunarfærasýnum sýna að algeng­ustu orsakirnar eru rhinoveira og COVID-19.

Fjöldi COVID-19 greininga hefur lækkað lítillega undanfarnar fjórar vikur eftir aukningu fyrr í haust. Greiningum á rhinoveiru hefur einnig fækkað sem og hlutfall jákvæðra öndunarfærasýna á sýkla- og veiru­fræðideild Landspítala. Enn er lítið um staðfesta inflúensu. Talsvert fleiri liggja inni á sjúkrahúsi með grein­ingar af völdum öndunarfæraveira nú en á sama tíma síðastliðið haust.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í vikum 40 og 41 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir