Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vikur 15 og 16 árið 2023

27. apríl 2023

Öndunarfærasýkingar eru heilt yfir á niðurleið eins og búast má við á vorin. Einnig hefur dregið úr innlögnum á Landspítala vegna öndunarfærasýkinga. Faraldur öndunarveirasýkinga virðist genginn yfir að sinni.

Covid og inflúensa 3

Stöku tilfelli af staðfestri inflúensu greinist og fjöldi COVID-19 greininga hefur fækkað mikið undanfarnar vikur. Skarlatssótt er enn vel yfir meðaltali undanfarinna ára þó fjöldi greininga hafi minnkað töluvert samanborið við fyrr í vetur. Klínískum greiningum á hálsbólgu fer fækkandi.  Þetta verður því, að öllu óbreyttu, síðasta útgáfa samantektar um öndunarfærasýkingar á þessu „flensutímabili“. Við biðjum alla áfram að muna eftir og sinna persónulegum sóttvörnum og huga að bólusetningum þegar það á við.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 15. og 16. viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir