Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 5 árið 2023

9. febrúar 2023

Tilfellum af staðfestri inflúensu fer fækkandi en greiningar af týpu B eru í miklum meirihluta. Klínískum greiningum á inflúensulíkum einkennum fjölgaði lítillega á milli vikna. COVID-19 greiningum fer fjölgandi miðað við síðustu tvær vikur og var yfir fjórðungur sýna jákvæður í undangenginni viku.

Covid og inflúensa 1

Áfram greinast óvenjumörg tilfelli af skarlatssótt og hálsbólgu. Talsvert færri greindust með RSV í viku 5 samanborið við vikurnar á undan.

Innlögnum með eða vegna COVID-19 fer fjölgandi en fáir lögðust inn vegna inflúensu og RSV í undangenginni viku.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í fimmtu viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir