Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 48 árið 2023

7. desember 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra nú í vetur og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Embætti landlæknis - logo-ISL-SVL-litid

Fjöldi COVID-19 greininga er stöðugur en fjöldi greininga á inflúensu virðist vera á uppleið. Fjöldi greininga á RS-veirusýkingu er einnig á uppleið. Fjöldi einstaklinga inniliggjandi á Landspítala með öndunarfæraveiru­sýkingu jókst í byrjun nóvember og hefur vikulegur fjöldi verið nokkuð stöðugur síðan.

Flestir sem liggja inni eru með COVID-19 og af þeim voru flestir í aldurshópnum 65 ára og eldri. Börn undir tveggja ára voru í meirihluta af þeim sem lágu inni vegna RSV í viku 48.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 48 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir