Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 46 árið 2023

23. nóvember 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra nú í vetur og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Aukning varð í tilfellum COVID-19 og inflúensu samanborið við síðustu viku. Aukning á tilfellum staðfestrar inflúensu bendir til að inflúensufaraldur sé að hefjast. Einnig varð aukning á innlögðum einstaklingum á Landspítala með öndunarfærasýkingar og þar voru flestir með COVID-19 eða 40 einstaklingar. Fimm innlagðra voru með inflúensu og 5 einstaklingar með RSV. Flestir inniliggjandi með öndunarfærasýkingar eru í aldurshópnum 65 ára og eldri, ef frá er talið vegna RSV. Þátttaka í inflúensubólusetningu er minni í ár samanborið við undan­farin 5 ár á sama tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fylgja tilmælum um bólusetningar við öndunarfæra­sýkingum fyrir komandi vetur

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 46 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir