Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 43 árið 2023

2. nóvember 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra á haustmánuðum og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Tíðni öndunarfærasýkinga um þessar mundir er nokkuð stöðug og af völdum mismunandi veira. Heldur fleiri greindust með staðfesta inflúensu í viku 43 samanborið við vikurnar á undan eða 8 einstaklingar. Faraldur inflúensu er þó ekki farinn af stað. Fjórir greindust með RSV. Algengustu orsakir öndunarfærasýkinga eru eins og áður rhinoveira og COVID-19.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 43 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir