Öndunarfærasýkingar. Vika 4 árið 2023
2. febrúar 2023
Fjöldi greininga af staðfestri inflúensu var svipaður og í vikunni á undan. Yfir helmingur af inflúensugreiningum í viku 4 var af stofni B, sem er breyting frá undanförnum vikum.
Fjöldi klínískra greininga af inflúensulíkum einkennum fer áfram fækkandi. Heldur fleiri greindust með COVID-19 í viku 4 samanborið við viku 3 og hlutfall jákvæðra sýna hækkaði einnig.
Áfram greinast óvenjumargir með skarlatssótt og hálsbólgu samanborið við undangengin ár. Fjöldi greininga á Rhinoveiru jókst á milli vikna en svipaður fjöldi greindist með RSV og hMPV.
Fjöldi sem lagðist inn á Landspítala með eða vegna COVID-19 og RSV var aðeins hærri en í vikunni á undan en innlögnum vegna inflúensu fækkaði lítillega.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í fjórðu viku ársins 2023.
Sóttvarnalæknir