Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Mælaborð um starfsemi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana

21. nóvember 2023

Gagnvirkt mælaborð um starfsemi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana er nú aðgengilegt á vef embættis landlæknis og er öllum sem hag hafa að frjálst að nýta gögn þess.

Starfsemi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana - mælaborð

Birtingin er liður í því að veita yfirsýn yfir notkun heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Undirstaða mælaborðsins eru gögn vistunarskrár heilbrigðisstofnana sem er ein af lögbundnum heilbrigðisskrám landlæknis. Gögn skrárinnar eiga uppruna sinn hjá heilbrigðisstofnunum víðsvegar um landið og byggja á skráningu heilbrigðisstarfsfólks sem þar starfar. Í mælaborðinu er hægt að nálgast tölfræði um legur, legudaga og meðallegutíma á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum frá árinu 2000. Mælaborðið verður uppfært árlega.

Frekari upplýsingar:
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is