Lausnarmót Heilsutækniklasans 2024
8. janúar 2024
Líkt og undanfarin ár er embætti landlæknis samstarfsaðili Lausnarmótsins sem haldið er á vegum Heilsutækniklasans.
Eins og kemur fram á vef Heilsutækniklasans þá er Lausnarmótið lengri útgáfa af hakkaþoni þar sem þátttakendur vinna með sérfræðingum frá mismunandi samstarfsaðilum mótsins við að þróa sína lausn. Samstarfsaðilar mótsins eru Landspítali, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis.
Markmið Lausnarmótsins er að útbúa notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.
Á vef Heilsutækniklasans er að finna allar upplýsingar um mótið.
Umsóknarfrestur fyrir Lausnarmót Heilsutækniklasans er 1. febrúar 2024.
Frekari upplýsingar:
Helga Margrét Clarke, verkefnastjóri - helga.m.clarke@landlaeknir.is