Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Húnaþing vestra gerist Heilsueflandi samfélag

10. maí 2022

Húnaþing vestra varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) þann 6. maí.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Húnaþing vestra varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) þann 6. maí sl. þegar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í glæsilegum, nýjum sal Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Viðstaddir voru fulltrúar sveitarstjórnar og HSAM Stýrihóps sveitarfélagsins, þar með talið frá heilsugæslunni, ásamt nemendum grunnskólans. Sveitarfélagið hefur tekið virkan þátt í HSAM starfinu í töluverðan tíma og því sérstaklega ánægjulegt að nú var mögulegt að staðfesta samstarfið með formlegum hætti.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Starf Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, Heilsueflandi vinnustaða og heilsuefling eldri borgara er mikilvægur liður í starfi Heilsueflandi samfélags. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög meðal annars að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Húnaþing vestra er 37. sveitarfélagið sem gerist Heilsueflandi samfélag og með Blönduósbæ, sem bættist í hópinn sama dag, búa nú rúmlega 94,5% landsmanna í slíku samfélagi.

Nánar um Heilsueflandi samfélag.

Nánar um lýðheilsuvísa.

Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.